Laugardagur, 9. október 2010
Takk fyrir stuðninginn Ásmundur Einar - Sama og þegið!
Nú berast óvæntur stuðningur úr herbúðum Vinstri grænna við skattatillögur sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til og kynnti á síðasta ári.
Ásmundur Einar Daðason, hinn ungi þingmaður Vinstri grænna, lýsti því yfir í fjölmiðlum í dag að hann væri fylgjandi hugmyndum okkar sjálfstæðismanna um að skattleggja inngreiðslur séreignalífeyrissparnaðar í lífeyrissjóði landsins, í stað þess að skattleggja þær eftir á. Ásmundur Einar er ekki einn um stuðninginn innan þingflokks Vinstri grænna því áður hafði Lilja Mósesdóttir lýst yfir stuðningi við þær.
Þessar hugmyndir okkar sjálfstæðismanna fólu það ekki í sér að lagðir yrðu á nýjir skattar, heldur vildum við leggja til kerfisbreytingu við skattheimtu sem leiddi til þess að ríkið gæti innheimt skattinn fyrr en núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir.
Stuðningur þingmanna Vinstri grænna við þessar tillögur sýnir á hversu miklum harðahlaupum ríkisstjórnarflokkarnir eru lagðir undan eigin fjárlagafrumvarpi sem hlotið hefur vægast sagt dræmar undirtektir hjá fólki um allt land.
Í tillögunum sjá þeir líka matarholu sem fært getur ríkissjóði allt að eitt hundrað milljarða króna á einu bretti. Það myndi gera ríkisstjórninni kleift að draga úr niðurskurðaráformum sínum, áformum sem hún er greinilega við það að varpa fyrir róða.
En þó svo að við sjálfstæðismenn séum þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum úr óvæntri átt, heilu ári eftir að tillögurnar komu fram, þá vil ég a.m.k. fyrir mína parta afþakka stuðninginn.
Ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn lagði tillögur sínar um að skattleggja inngreiðslur séreignalífeyrissparnaðar fram sem valkost gegn skattahækkunaráformum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fyrir ári síðan. Við bentum á að ríkissjóður gæti aukið tekjur sínar án þess að hækka skatta á fólkið og fyrirtækin í landinu.
Á þessar tillögur var ekki hlustað, frekar en annað sem frá stjórnarandstöðunni hefur komið og þess í stað réðst ríkisstjórnin í mestu skattahækkanir Íslandssögunnar.
Það er mikill misskilningur hjá Ásmundi Einari Daðasyni ef hann heldur að ríkisstjórnarflokkarnir komist upp þegjandi og hljóðalaust með að gera hvorutveggja, þ.e. að skattleggja inngreiðslur séreignalífeyrissparnaðarins ofan á allar drápsklyfjarnar sem þeir lögðu á fólk og fyrirtæki í fyrra, þegar ríkisstjórnin sló Íslandsmet í skattheimtu.
Slíkt mun ég að minnsta kosti aldrei styðja.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.