Föstudagur, 8. október 2010
Klúður Atla Gíslasonar?
Samkvæmt sömu fréttum mun verjandinn hafa beint þeirri spurningu til forseta Alþingis hvort líta eigi svo á að þingsályktunartillagan um ákæruna yfir Geir, sem flutt var og samþykkt á síðasta löggjafarþingi, falli niður eða verði flutt aftur á því löggjafarþingi sem sett var hinn 1. október sl.
Ástæða fyrirspurnarinnar er augljóslega sú að verjandinn telur það ágalla á málsmeðferðinni að Alþingi hafi ekki strax í kjölfarið og á sama löggjafarþingi kosið saksóknara, varasaksóknara og eftirlitsnefnd þingmanna, eins og kveðið er á um að skuli gera í lögum um Landsdóm.
Við fyrstu sýn virðast þessar athugasemdir verjandans vera réttmætar.
Í 13. gr. laga um Landsdóm segir:
,,Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs Alþingi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Enn fremur kýs sameinað Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar."
Þingsályktunartillagan um ákæru á hendur Geir H. Haarde var samþykkt á lokadegi síðasta löggjafarþings, þann 28. september sl. Hvorki saksóknari né varasaksóknari voru jafnframt samþykkt ákærunnar kjörnir, hvað þá eftirlitsnefnd þingmanna sem vera á saksóknaranum til aðstoðar.
Til stendur að sú kosning fari fram næsta þriðjudag, en í millitíðinni hefur nýtt löggjafarþing verið sett. Minna má á að samkvæmt lögum um þingsköp falla þau þingmál niður sem ekki eru afgreidd milli þinga.
Um þetta snýst sá ágalli á málsmeðferðinni sem verjandinn bendir á.
Niðurstaðan hvernig með skuli fara ræðst af túlkun á orðalagi 13. gr. Landsdómslaganna og þá ekki síst á þýðingu orðsins ,,jafnframt".
Samkvæmt mínum málskilningi mæla Landsdómslögin fyrir um það að kjósa skuli saksóknara, varasaksóknara og þingmannanefnd strax í kjölfar samþykktar ákæru.
Þegar nýjasta útgáfa Íslenskrar orðabókar, sem gefin var út í ritstjórn Marðar Árnasonar, núverandi þingmanns Samfylkingarinnar, er skoðuð má sjá að orðið ,,jafnframt" þýðir:
,,1 samtímis (þeir fóru samtímis), 2 samhliða, ásamt með (hafa aukastörf jafnframt embætti), 3 jafnóðum, eftir því sem (jafnframt því sem menning vex) - undirstrikanir eru mínar"
Þessar orðskýringar Marðar Árnasonar eru býsna skýrar.
Þegar lögskýringargögn með Landsdómslögum eru skoðuð er ekkert sem heimilar að kjör saksóknara Alþingis, varasaksóknara og eftirlitsnefndar þingmanna sé dregið.
Hvað þá að heimilt sé að kjörið fari fram á öðru löggjafarþingi en því sem samþykkti málshöfðun.
Þó ýmiskonar vinnubrögð séu stundum látin viðgangast í stjórnmálunum þá gilda önnur lögmál í dómskerfinu. Þar er formfestan meiri og formkröfur ríkari.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig forseti Alþingis ætlar að klóra sig út úr þessari flækju sem upp er komin.
Ég er ekki einu sinni viss um að Atli Gíslason, sem auðvitað ber ábyrgð á þessu klúðri, geti komið forseta Alþingis til bjargar að þessu sinni.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.