Þriðjudagur, 5. október 2010
Réttlát reiði
Mótmælin á Austurvelli við Alþingishúsið í gær og við þingsetninguna á föstudag eru fullkomlega skiljanleg. Þau eru dapurleg, en þau eru skiljanleg.
Reiði fólks er mikil. Og hún er réttlát.
Venjulegt fólk er búið að fá nóg.
Það er búið að fá nóg af aðgerðarleysinu. Það óttast að missa heimili sín. Þeir sem enn hafa vinnu óttast að missa hana. Fólk óttast um framtíð sína og barna sinna og það er búið að gefast upp.
Það er búið að fá nóg af því að Alþingi eyði endalausum tíma og orku í að fjalla um mál sem hafa ekkert með vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu að gera.
Jóhanna Sigurðardóttir fékk sitt síðasta tækifæri í gær til þess að gefa þjóðinni einhver svör um það hvernig ríkisstjórnin ætlaði að leysa bráðavanda heimilanna og fyrirtækjanna.
að tækifæri nýtti hún ekki, heldur hélt afleitlega vonda ræðu, eins og flokksbróðir Jóhönnu, Mörður Árnason, lýsti henni í pistli á heimasíðu sinni.
Undir bumbuslættinum og mótmælum 8000 Íslendinga á Austurvelli reyndi forsætisráðherrann af veikum mætti að telja fólki trú um það að ríkisstjórn hennar hefði staðið sig vel. Ríkisstjórnin væri í raun skipað kraftaverkafólki sem hefði unnið vel, raunar svo vel að útlendingar dauðöfunduðu fólkið á Íslandi fyrir að eiga svona snjalla stjórnarherra. Vandinn væri hins vegar sá að fólkið í landinu væri bara ekki búið að átta sig á því hvað hún og hennar fólk hefði náð undraverðum árangri og kenndi fjölmiðlum um að hafa ekki komið þessum kraftaverkum nægilega á framfæri!
Og til að bíta höfuðið af skömminni voru svo fluttar af því fréttir í gær að ríkisstjórnin hefði skuldbundið sig gagnvart AGS að frekari frystingar skulda yrðu ekki heimilaðar og að ekki yrði farið í almennar aðgerðir fyrir skuldug heimili.
Þetta ágæta fólk virðist ekki hafa minnstu tilfinningu fyrir því hvað er að gerast.
Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Steingrímur J. Sigfússon virðast gera sér grein fyrir því hversu margar fjölskyldur í landinu eiga um sárt að binda.
Fjölmargar þeirra hafa eflaust bundið vonir við að ríkisstjórnin sem kennir sig við norræna velferð mynda leysa vandann, eins og hún lofaði, að minnsta kosti draga úr honum.
Það hefur hún ekki gert og mun ekki gera, enda buðu þau skötuhjú ekki upp á neinar lausnir.
Mótmælin síðustu daga kristalla vonbrigði venjulegs fólks.
Meira að segja ég hef orðið fyrir vonbrigðum og bjóst ég þó ekki við miklu!
Loforðin sem Steingrímur og Jóhanna gáfu AGS, með undirskriftinni ,,Very truly yours", eru ekki bara vonbrigði fyrir fólkið í landinu. Þau eru gróf svik gagnvart þeim fjölskyldum sem eiga um sárt að binda.
Við Sjálfstæðismenn höfum aftur og aftur lagt fram tillögur á Alþingi um bráðaaðgerðir í málefnum heimilanna, atvinnulífsins og efnahagsmálum og við höfum kallað eftir samstöðu allra stjórnmálaflokka um að hrinda þeim í framkvæmd.
Okkar tillögur hafa verið róttækar og þær hafa verið settar fram með hagsmuni heimilanna í fyrirrúmi, en ekki fjármagnseigenda.
Á þessar tillögur hafa Jóhanna, Steingrímur og allir hinir þingmenn stjórnarflokkanna ekki hlustað og raunar ekki sýnt þeim neinn áhuga.
Þau hafa ekki því miður ekki sýnt neinn samstarfsvilja og þess í stað eytt öllum sínum tíma og kröftum í önnur mál sem ekkert hafa með hagsmuni fólksins í landinu að gera.
Nú senda þau út neyðarkall þegar það hefur runnið upp fyrir þeim að þau ráða ekkert við sín verkefni.
Aðgerðarleysi vinstristjórnarinnar hefur tekið á sig nýja og áður óþekkta mynd.
Íslendingar eiga annað og betra skilið en þessa ríkisstjórn.
Engin þjóð á það skilið að þurfa að sitja uppi með svona ríkisstjórn.
Hún verður að víkja!
Þetta gengur ekki lengur.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.