Fimmtudagur, 2. september 2010
Lokatilraun til að bjarga ríkisstjórninni
Nú er verið að gera lokatilraun til þess að berja í bresti stjórnarsamstarfsins. Það á að þétta raðirnar og reyna að bjarga því sem eftir er af stjórnarsamstarfinu.
Björgunaraðgerðirnar felast í því að stokkað verður upp í ríkisstjórninni.
Leiðtogum hennar voru hins vegar mislagðar hendur í dag.
Þeim mistókst augljóslega það ætlunarverk sitt að ganga frá málinu og kynna nýja ráðherra til leiks eins og til stóð.
Það er til merkis um að deilur eru innan stjórnarflokkanna um breytingarnar og þeir ráðherrar sem fyrir eru á fleti eru tregir til að láta stóla sína eftir.
x x x
Það hefur blasað við um nokkurt skeið að Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, væri á leiðinni út úr ríkisstjórninni.
Lengi hefur verið vitað að Vinstri grænir vildu losna við hina faglega skipuðu ráðherra úr ríkisstjórninni og skipa í þeirra stað ráðherra úr eigin röðum.
Sú ákvörðun Gylfa síðan að upplýsa hvorki þing né þjóð í heilt ár um lögfræðiálit þar sem því var haldið fram með rökstuddum hætti að gengistryggð lán væru ólögmæt batt svo endahnútinn á ráðherraferil hans.
Traustsyfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í garð Gylfa eftir að upp komst um málið voru hvorki sannfærandi né traustvekjandi, enda verður því vart trúað að forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins hafi ekki haft vitneskju um tilvist álitanna, efni þeirra og niðurstöður.
x x x
Því miður fyrir Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannréttindaráðherra, tekur Gylfi hana með sér í fallinu.
Ragna Árnadóttir hefur að mínu mati að mörgu leyti staðið sig ágætlega og vaxið í embætti sínu, þó ekki hafi ég alltaf verið henni sammála. Með brotthvarfi hennar hverfur úr ríkisstjórninni vinsælasti ráðherra ríkisstjórnar sem einmitt skortir það sem Ragna hafði, vinsældir.
Ragna Árnadóttir var skipuð ráðherra á faglegum forsendum.
Brottvikning hennar nú á hins vegar ekkert skylt við fagmennsku.
x x x
Við blasir að Ögmundur Jónasson muni taka sæti í ríkisstjórninni á ný á kostnað Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra.
Vitað var fyrir að Álfheiður væri umdeild. En henni hefur á undraskömmum tíma tekist að afla sér einstakra óvinsælda meðal starfsfólks heilbrigðiskerfisins. Fylgisspekt hennar við formann flokksins, Steingrím J. Sigfússon, hefur fram að þessu tryggt henni sæti í ríkisstjórninni. Á því verður nú breyting og í hennar stað tekur fyrirliði órólegu deildarinnar í VG sæti í stjórninni.
Líklega munu dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytið falla í skaut Ögmundar.
Sú ákvörðun að bjóða Ögmundi ráðherraembætti á ný er augljóslega örvæntingarfull tilraun Jóhönnu og Steingríms J. til að koma á starfsfriði innan ríkisstjórnarinnar
Það verður fróðlegt að sjá hvort Ögmundi muni þykja ráðherrastóllinn svo þægilegur að hann falli frá einarðri afstöðu sinni í grundvallarhagsmunamálum þjóðarinnar.
Og það sama má segja um Jón Bjarnason.
Þó Steingrími muni eflaust takast að leiða ráðherraskiptin þegjandi og hljóðalaust til lykta innan VG er vitað að innan Samfylkingarinnar er megn óánægja með að Ögmundur taki sæti í ríkisstjórninni við hlið Jóns Bjarnasonar.
Samfylkingarfólk segir að með því fjölgi andstæðingum ríkisstjórnarinnar í ríkisstjórn um helming.
x x x
Það logar augljóslega allt stafnanna á milli innan Samfylkingarinnar vegna þeirrar uppstokkunar sem nú á sér stað.
Kristján Möller ætlar greinilega ekki að gefa ráðherrastólinn eftir baráttulaust og grasrót flokksins á landsbyggðinni hefur mótmælt brotthvarfi hans kröftuglega og nýtur liðsinnis Samtaka Iðnaðarins.
Engu að síður virðist Kristján þurfa að láta í minni pokann fyrir öðrum að þessu sinni.
Ég hef enga trú á því að nýliðinn í þingflokki Samfylkingarinnar, Oddný Harðardóttir, taki sæti Kristjáns í ríkisstjórn eins og haldið hefur verið fram.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Helgi Hjörvar og Guðbjartur Hannesson myndu aldrei sætta sig við að vera sniðgengin með þeim hætti.
x x x
Líklegast er að Guðbjartur Hannesson verði fyrir valinu og taki við sameinuðum ráðuneytum heilbrigðis- og félagsmála.
Ástæður þess að Guðbjartur er líklegastur til að verða fyrir valinu hjá Jóhönnu eru þrjár.
Í fyrsta lagi er hann sá eini þeirra þingmanna Samfylkingarinnar sem til greina koma sem er leiðtogi í eigin kjördæmi.
Í öðru lagi eiga þau Jóhanna og Steingrímur Guðbjarti mikið að þakka vegna framgöngu hans, sem formanns fjárlaganefndar, í Icesave-málinu. Þá setti Guðbjartur sjálfan sig í höggstokkinn og varði með kjafti og klóm Icesave-samning sem Steingrímur og Jóhanna báru alla ábyrgð á og 98% þátttakenda síðan höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í þriðja lagi er sagt að Jóhanna sjái Guðbjart fyrir sér sem arftaka sinn sem formaður Samfylkingarinnar. Augljóst er að formennska Jóhönnu er einungis tímabundin og hún þarf að koma sér upp arftaka innan tíðar. Sagt er að Jóhanna geti hvorki hugsað sér Dag B. Eggertsson, varaformann, né Árna Pál Árnason, sem eftirmann, þar sem þeir séu báðir mjög laskaðir um þessar mundir.
Dagur vegna slakrar útkomu Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum síðustu.
Árni Páll vegna umdeildra mannaráðninga, annars vegar, og vegna misheppnaðrar framgöngu sinnar við að leysa skuldavanda heimilanna, hins vegar.
Skólastjórinn af Skaganum sé betri kostur.
Með því að gera Guðbjart að ráðherra í risastóru ráðuneyti styrki hún stöðu hans gríðarlega í þeirri hörðu valdabaráttu sem framundan er innan Samfylkingarinnar.
x x x
Hvað sem öllu þessu valdabrölti líður mun ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekkert breytast við þessar hrókeringar.
Verkleysið og stjórnleysið verður áfram það sama.
Kostnaðurinn af því fellur á heimilin og fyrirtækin í landinu.
Því miður!
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.