Mánudagur, 21. júní 2010
Rannsókn á Icesave-málinu
Afdrif þessara lánasamninga þekkja allir. Lög um ríkisábyrgð vegna þeirra var veitt með ströngum fyrirvörum sem stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi höfðu veg og vanda af. Þá fyrirvara sættu viðsemjendur Íslendinga sig ekki við og lánasamningarnir frá 5. júní 2009 komu ekki til framkvæmda.
Þeim efasemdum vísuðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar á bug.
Í umræðum á Alþingi hinn 15. júní 2009 sagði fjármálaráðherrann:
,,Um málið að öðru leyti er það að segja að ríkisstjórnin hafði fullt samningsumboð og fyrirmæli frá Alþingi um að leiða það til lykta með samningum. ... Í framhaldinu verður svo útbúið frumvarp sem ég mun leggja fram í ríkisstjórn og væntanlega fá heimild til þess að leggja fram sem stjórnarfrumvarp í trausti þess að það njóti tilskilins meiri hluta á Alþingi og eftir það verði málið í höndum Alþingis.
Í umræðum á Alþingi hinn 11. júní 2009 sagði forsætisráðherrann:
,,Mér er auðvitað kunnugt um að það voru að einhverju leyti skiptar skoðanir í þingflokki Vinstri grænna um málið en mér er ekki kunnugt um og hefur ekki verið tjáð annað af formanni Vinstri grænna en að málið hafi fylgi ríkisstjórnarinnar og að stjórnarfrumvarp um þetta mál verði lagt fram. Ég verð auðvitað að treysta því að málið hafi fullan stuðning stjórnarflokkanna þegar þetta kemur til atkvæða.
Síðar í sömu umræðu sagði forsætisráðherra m.a.:
,,Stjórnarflokkarnir hafa 34 þingmenn í meiri hluta á móti 29 hjá stjórnarandstöðunni og ég trúi ekki öðru en það dugi til að tryggja þetta mál í höfn.
,,Frá upphafi hef ég ásamt félögum mínum í þingflokki VG, hæstvirtum ráðherra Ögmundi Jónassyni og háttvirtum þingflokksformanni Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, verið á móti Icesave-samningnum. Þessi andstaða okkar kom skýrt fram á fundi þingflokks VG fyrir rúmum tveimur mánuðum þegar við höfnuðum beiðni hæstvirts fjármálaráðherra um umboð til að klára Icesave-lánasamningana.
Síðar tók sami þingmaður síðan af allan vafa um að ríkisstjórn Íslands og fulltrúar hennar hefðu fyrir hönd íslenska ríkisins undirritað Icesave-lánasamningana án þess að fyrir því væri meirihlutastuðningur á Alþingi.
Í frétt Stöðvar 2 hinn 8. mars sl. var það haft eftir þingmanninum að mistekist hefði að ná samstöðu innan stjórnarflokkanna um framgang Icesave-málsins strax í byrjun síðasta árs. Í fréttinni sagði jafnframt:
,,Þá hafi fimm þingmenn lagst gegn því í þingflokki Vinstri grænna að Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins og fjármálaráðherra færi og undirritaði samninginn. Hann hafi samt gert það.
Yfirlýsingar Lilju Mósesdóttur geta vart verið skýrari. Og það er engin ástæða til að draga þær í efa, enda hefur þeim ekki verið andmælt opinberlega.
Meirihlutastuðning skorti
Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherrar í ríkisstjórn hafa forgöngu um að samþykkja fjárskuldbindingar á hendur ríkissjóði án þess að slík ákvörðun njóti stuðnings meirihluta Alþingis.
Í tilviki Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, og núverandi ríkisstjórnar verður ekki betur séð en að ríkisstjórnin hafi, að undirlagi fjármálaráðherra, undirritað lánasamninga sem fela í sér fjárskuldbindingu sem jafngilti samkvæmt efni sínu tæpri einni þjóðarframleiðslu íslenska ríkisins. Og það sem er verra er að ekki verður betur séð en að fjármálaráðherrann hafi ákveðið að gangast undir slíkar skuldbindingar, fyrir hönd íslenska ríkisins, án lagaskyldu og þrátt fyrir að hann hafi verið fullvissaður um af sínum eigin samherjum að sú ákvörðun nyti ekki stuðnings meirihluta alþingismanna.
Ámælisverðar embættisfærslur fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, verður að svara því hvort þær eigi við rök að styðjast. Séu þær réttar verður fjármálaráðherrann jafnframt að skýra út hvers vegna lánasamningarnir við Breta og Hollendinga voru undirritaðir af hans hálfu og ríkisstjórnarinnar þegar fyrir lá að meirihluti Alþingis var þeirri ákvörðun mótfallinn. Ennfremur verður fjármálaráðherrann að svara því hvort hann telji að þær embættisfærslur sem hér hefur verið lýst, og hann ber stjórnskipulega ábyrgð á, séu í samræmi við þau lög og þær reglur sem gilda um heimildir stjórnvalda til þess að gangast undir fjárhagslegar skuldbindingar fyrir hönd íslenska ríkisins.
Að sama skapi verður Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að svara því hvort henni hafi verið kunnugt um að lánasamningarnir við Breta og Hollendinga hafi verið undirritaðir án þess að sú ákvörðun hafi notið meirihlutastuðnings á Alþingi.
Skipa þarf rannsóknarnefnd
Á dögunum lagði ég, ásamt félögum mínum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem mælir fyrir um að rannsakaðar verði embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave-málinu. Þar er lagt til að sérstök rannsóknarnefnd leggi mat á hvort ráðherrar og embættismenn á þeirra vegum hafi fylgt þeim lagareglum sem um störf þeirra gilda, brotið starfsskyldur sínar eða gerst sekir um mistök eða vanrækslu í hagsmunagæslu fyrir íslenska ríkið og íslensku þjóðina.
Að mínu mati er afar nauðsynlegt að slík rannsókn fari fram. Umfjöllun um Icesave-málið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kallar á slíka rannsókn. Það sama má segja um þær yfirlýsingar sem hér hafa verið raktar. Og tilefnin eru fleiri. Það er nauðsynlegt að leiða í ljós með hvaða hætti íslensk stjórnvöld gættu hagsmuna íslenska ríkisins í málinu, hvernig ákvarðanir voru teknar og hvort þær voru í samræmi við þau lög sem gilda í landinu um slíkar ákvarðanatökur.
Alþingismenn hafa áður óskað eftir slíkri rannsókn af minna tilefni.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. júní 2010.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.