Miðvikudagur, 17. mars 2010
Opið bréf til umhverfisráðherra
Á næstu dögum kemur í ljós hversu trúir þið þingmenn Vinstri grænna eruð samvisku ykkar og hversu mikla virðingu þið berið í raun fyrir umhverfinu og náttúru Íslands.
Það mun gerast þegar greidd verða atkvæði á Alþingi um svokallað skötuselsfrumvarp flokksbróður þíns, Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.
Ég ætla að geyma mér það í bili að gagnrýna að með frumvarpinu sé fyrsta skrefið stigið við innleiðingu á fyrningarleið í sjávarútvegi og spyrja þig þess í stað um afstöðu þína til annars efnisatriðis þess.
Í frumvarpinu, sem sjávarútvegsráðherrann lagði fram, með samþykki þínu og annarra ráðherra í ríkisstjórn Íslands, er lagt til að þessum sama sjávarútvegsráðherra verði veitt heimild til ákveða að veiðar á skötusel megi vera 80% umfram þann heildarafla sem fiskifræðingarnir hjá Hafrannsóknastofnun ráðleggja.
Með öðrum orðum gengur frumvarpið út á það að heimila hinum vinstri græna sjávarútvegsráðherra og flokksbróður þínum að veita sjálfum sér ákvörðunarvald um að hefja ofveiði úr einum fiskistofni við Íslandsstrendur.
Oft hafið þið þingmenn Vinstri grænna komið mér á óvart og sjaldnast skemmtilega.
En ekki átti ég von á því að þið, sem á tyllidögum talið um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og grænnar atvinnustefnu, ætluðuð að standa að lagasetningu um ofveiði í náttúru Íslands.
Í ljósi þess að á næstu dögum verður gengið til atkvæða um frumvarpið ætla ég að leyfa mér að spyrja þig eftirfarandi spurninga sem ég óska svara við:
1. Hvernig samræmist það stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um umhverfis- og náttúruvernd og um ábyrga umgengni um náttúru Íslands að heimila ofveiði úr einum fiskistofni við Íslandsstrendur?
2. Telur þú að það samræmast áherslum Vinstri grænna um sjálfbæra þróun að heimila slíka ofveiði?
3. Telur þú slíka stefnumörkun samræmast áherslum þínum og flokksins þíns um græna atvinnustarfsemi?
4. Telur þú frumvarpið vera til marks um faglega stefnumörkun stjórnvalda á sviði auðlindanýtingar?
5. Hyggst þú styðja frumvarpið með atkvæði þínu?
6. Ef svo er, hvernig rökstyður þú þá afstöðu þína?
Með von um skjót svör.
Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bréfið birtist í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.