Þriðjudagur, 2. mars 2010
Þjóðaratkvæðagreiðslan
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvernig þeir hyggjast greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sumir þeirra gæla jafnvel við þann möguleika að mæta ekki á kjörstað. Þá hafa einstakir þingmenn stjórnarflokkanna, sem sjálfir greiddu Icesave-lögunum atkvæði sitt, líst þeirri skoðun sinni að við blasi að enginn muni styðja málið, sem þeir þó sjálfir studdu fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, velti því fyrir sér á Alþingi í dag hvers vegna þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram.
Það virðist hafa farið framhjá forsætisráðherranum að stjórnarskráin mælir fyrir um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram þegar forseti Íslands synjar lögum staðfestingar. Þá má minna forsætisráðherrann á að ríkisstjórnin ákvað sjálf að atkvæðagreiðslan skyldi fara fram þann 6. mars næstkomandi. Og í raun er hún löngu hafin utankjörstaðar. Fjöldi fólks hefur þegar sagt hug sinn til laganna utan kjörstaðar.
Ríkisstjórnin hefur með öðrum orðum náð að stefna þessu einfalda máli í fullkomnar ógöngur og tekist að gera það að fullkomnu vandræðamáli fyrir sig.
Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, hafa árum saman haft það á stefnuskrám sínum að auka hlut þjóðaratkvæðagreiðslna í okkar stjórnskipulagi.
Loksins þegar þeim verður að ósk sinni hafa flokkarnir hvorki getu né burði til þess að standa með sómasamlegum hætti að þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Og það sem er enn merkilegra er sú staðreynd að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að sem fæstir landsmenn taki þátt í atkvæðagreiðslunni á laugardag.
Að minnsta kosti hefur ríkisstjórnin ekki lagt sig neitt sérstaklega fram við að auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Á hana var reyndar minnt í smáauglýsingum blaðanna um helgina. Og hlutlausi upplýsingabæklingurinn sem Lagastofnun Háskóla Íslands var falið að semja verður borinn út í hús, einungis fjórum dögum fyrir kjördag.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin mun ekki örugglega leggja jafn lítið upp úr því að auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem sagt er að efnt verði til á næstu árum.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.