Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Vinstri grænir í vanda
Sá frambjóðandi sem sigraði í prófkjörinu og stuðningsmenn hennar eru sökuð um að hafa beitt bolabrögðum í prófkjörinu. Sagt er að sigurvegarinn hafi tryggt sér sigurinn með því að fá hlaupastráka og -stelpur til að skottast í hús með atkvæðaseðla og til að skila þeim síðan samviskusamlega í kjörkassana. Þá segir sagan að meðal þeirra sem gengu í hús með atkvæðaseðla hafi verið kennari við Háskóla Íslands.
Mótframbjóðandi sigurvegarans sakar keppinaut sinn um kosningasvild. En formaður kjörstjórnar Vinstri grænna í Reykjavík, Stefán Pálsson, hefur úrskurðað um að þessi einkennilega framkvæmd kosninganna sé ekki ólögleg. Það hafi verið hugsunarleysi af hans hálfu að upplýsa keppinaut sigurvegarans um að óleyfilegt væri að fara heim til kjósenda og skila atkvæðaseðlunum fyrir þá.
Formaður kjörstjórnar ætti reyndar að mínu mati að velta því aðeins betur fyrir sér í hverju hugsunarleysið felst.
Hvað sem rétt er í málinu er ljóst að þær aðferðir sem viðhafðar voru í prófkjöri Vinstri grænna í Reykjavík voru þess eðlis að þær skaða trúverðugleika flokksins verulega í aðdraganda komandi borgarstjórnarkosninga.
Ljóst er að Vinstri grænir, sem gefa sig sérstaklega út fyrir að vera flokkur án spillingar, gengur laskaður til borgarstjórnarkosninga.
Ég tók eftir því að fréttamiðillinn visir.is fylgdist með framkvæmd prófkjörs Vinstri grænna og sagði fréttir af úrslitum og kjörsókn.
Fyrirsögn einnar fréttarinnar vakti sérstaka athygli mína, en hún var eftirfarandi:
,,VG í Reykjavík með jafn mikla kjörsókn og Sjálfstæðisflokkurinn"
Í fréttinni kemur fram að 1.000 manns hafi kosið í prófkjörinu, sem mun vera met hjá Vinstri grænum.
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið var þann 23. janúar sl. kusu 7.173 manns.
Fyrirsögn fréttarinnar er afar villandi, svo ekki sé meira sagt.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.