Mánudagur, 8. febrúar 2010
DV
Þar er því haldið fram að Gunnlaugi Erlendssyni, lögfræðingi, sé ætlað að fá 10 milljónir af þeirri fjárhæð.
Höfundur fréttarinnar, Jóhann Hauksson, blaðamaður, sér ástæðu til að geta mín sérstaklega í fréttaskrifum sínum um reikning bresku lögmannsstofunnar, en í fréttinni segir Jóhann m.a.:
,,Áðurnefndur Gunnlaugur Erlendsson var á sínum tíma virkur félagi í Heimdalli meðal ungra sjálfstæðismanna. Hann er jafnframt sagður vinur Sigurðar Kára Kristjánssonar, fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins."
Í myndatexta sem Jóhann birtir undir mynd af mér segir síðan:
,,Flokkstengslin. Vinur Sigurðar Kára Kristjánssonar og flokksbróðir Gunnlaugs Erlendssonar, á að fá 10 milljónir króna fyrir störf sem enginn bað hann að vinna."
Í pistli sem sami blaðamaður, Jóhann Hauksson, skrifar á dv.is undir fyrirsögninni ,,Hámark ósvífninnar", bætir blaðamaðurinn um betur og segir að Gunnlaugur sé ,,góðvinur" minn.
Það er gott að vera vinamargur.
En ekki kannast ég við að Gunnlaugur Erlendsson sé vinur minn eða tilheyri mínum vinahópi, hvað þá að hann sé ,,góðvinur" minn, eins og Jóhann fullyrðir.
Þó er hugsanlegt að Jóhann telji sig vera betur upplýstan um mín eigin vinatengsl en ég sjálfur, þó mér finnist það heldur langsótt.
Ég hygg að fáir hafi á liðnum árum tekið jafn mikinn þátt í starfi ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins og ég. Þó nokkuð sé um liðið hef ég bæði átt sæti í stjórn Heimdallar og auk þess verið formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Á mínum langa ferli innan raða ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins hef ég ekki orðið var við að Gunnlaugur Erlendsson hafi verið þar virkur þátttakandi, þó Jóhann haldi öðru fram. Raunar minnist ég þess ekki að hafa séð honum svo mikið sem bregða fyrir í störfum hreyfingarinnar.
Það er sjálfsagt að menn fjalli um og hafi skoðanir á reikningum sem breskar lögmannsstofur senda þeim aðilum sem þær vinna fyrir, en þeir hinir sömu ættu að temja sér að gera það með heiðarlegum hætti.
Þó Jóhann Hauksson og DV telji að tilgangurinn helgi meðalið þá verð ég að frábiðja mér að hann og DV bendli mig við reikningsgerð með þeim hætti sem gert er í blaði dagsins.
Sem aðstoðarmaður formanns stjórnarandstöðuflokks hef ég nákvæmlega ekkert með samningsgerð fyrir hönd Alþingis eða fjárlaganefndar að gera.
Það sjá allir sem til þekkja.
Fyrir slíka samninga verða aðrir að svara.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.