Hvað segir Jón Sigurðsson?

Samkvæmt fréttum fullyrðir Arnold Schilder, prófessor og fyrrum yfirmaður eftirlitssviðs hollenska Seðlabankans, að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hafi ekki sagt sannleikann um fjárhag Landsbanka Íslands hf. þegar fundað var um málefni bankans áður en starfsemi hans hófst í landinu undir vörumerkinu Icesave.

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur vísað þessum ásökunum á bug í sérstakri yfirlýsingu.

En hvað segir Jón Sigurðsson, helsti efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar frá stofnun hennar, um þessar ásakanir?

Ég hef ekki orðið var við að fjölmiðlar hafi leitað viðbragða hjá honum varðandi þessar alvarlegu ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins.

Ég man þó að Jón Sigurðsson var stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins á þessum tíma.

Og ég man líka að í auglýsingabæklingum um Icesave-reikningana, sem dreift var í Hollandi, birtist virðuleg mynd af stjórnarformanninum Jóni, væntanlega til þess að efla traust hollenskra sparifjáreigenda á þessari fjármálaafurð Landsbanka Íslands hf.

Það væri kannski ráð fyrir fjölmiðla að manna sig nú upp og eiga orðastað við Jón Sigurðsson um málið.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband