Áfall Samfylkingarinnar í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hlaut glæsilega kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem haldið var þann 23. janúar síðastliðinn.

7.173 flokksbundnir sjálfstæðismenn fóru á kjörstað og greiddu atkvæði í prófkjörinu.  Hanna Birna hlaut 84% greiddra atkvæða í 1. sætið.

Daginn eftir prófkjörið leituðu fjölmiðlar eftir viðbrögðum ýmissa sérfræðinga í stjórnmálafræði og öðrum vísindum sem tjáðu sig um niðurstöður prófkjörsins.

Enginn þeirra sá ástæðu til þess að nefna að kjör Hönnu Birnu væri til marks um sterka stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum, hvað þá að sex af tíu efstu þátttakendum í prófkjörinu væru kvenkyns. 

Sú staðreynd gerði það þó væntanlega að verkum að þess var ekki krafist að Sjálfstæðisflokkurinn biði fram svokallaðan fléttulista í komandi borgarstjórnarkosningum.

Það sem sérfræðingunum fannst standa upp úr eftir prófkjörið var þátttakan í því.  Hún var sögð dræm sem hlyti að vera áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x x x

Um helgina hélt Samfylkingin - Jafnaðarmannaflokkur Íslands, prófkjör sitt í Reykjavík.

Kosningin í prófkjöri Samfylkingarinnar var rafræn, sem þýðir að þeir tóku þátt þurftu ekki einu sinni að hafa fyrir því að mæta á kjörstað.  Þeir þurftu einungis að kveikja á tölvunni sinni til þess að kjósa.

Engu að síður að greiddu einungis 2.656 flokksmenn og - konur atkvæði í prófkjörinu.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, hlaut afgerandi kosningu í 1. sæti.

Ég ætla að láta vera að fjalla um stöðu kvenna innan Samfylkingarinnar í Reykjavík.

En hafi þátttakan í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins talist dræm, hvað má þá segja um þátttökuna í prófkjöri Samfylkingarinnar?

Hún var vitanlega afleit.

Áhugaleysi Samfylkingarfólks á sínu eigin prófkjöri hlýtur að teljast gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna og núverandi forystu hennar.

Og það er auðvitað athyglisvert hversu litla athygli þetta afhroð Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur fengið í íslenskum fjölmiðlum og hjá stétt íslenskra stjórnmálafræðinga.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband