Stórglæsilegur árangur!

Árangur íslenska landsliðsins í handbolta er stórglæsilegur.

Að vinna til verðlauna á öðru stórmótinu í röð er afrek sem aldrei áður hefur verið unnið í íslenskri íþróttasögu.

Íslenska landsliðið hefur skipað sér á stall meðal þeirra allra bestu í heiminum.  Á því leikur enginn vafi.

Með því að tryggja sér bronsverðlaunin á EM í Austurríki náði íslenska landsliðið besta árangri allra Norðurlandaþjóðanna.

Það má því segja að við höfum tryggt okkur Norðurlandameistaratitilinn.

Til hamingju strákar!

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband