,,Lækkum launin okkar!" - Nýtt kosningaslagorð?

Tímaritið The Economist fjallar um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lög ríkisstjórnarinnar í grein sem birtist 7. janúar síðastliðinn undir fyrirsögninni:  ,,Voting away your debts - The Iceland saga is a harbinger of crises to come."

Þar segir m.a.:

,,Given that a quarter of the Icelandic population has signed a petition opposing such payments, it is not difficult to imagine how such a poll will turn out. "Vote for lower incomes" is not going to be a very popular slogan. And the Icelanders will only be the first. Around the world governments have assumed the debts of their private sectors. That is an easy commitment to make in the short term. Paying the money back is another matter. If the debt is large enough, the result will be years of austerity. Electorates will choke at the cost."

Það verður gaman að sjá hvort fyrirliðar spunadeildar ríkisstjórnarinnar, Hrannar B. Arnarsson og Einar K. Haraldsson, munu keyra kosningabaráttu ríkisstjórnarinnar um Icesave-lögin undir slagorðinu:  ,,Lækkum launin okkar!"

Mér finnst ekki óeðlilegt að þeim sem vilja samþykkja Icesave-lögin noti þetta slagorð.

Við sem viljum standa vörð um íslensku þjóðarinnar og segjum nei, munum hins vegar ekki gera það.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband