,,You´ve ain´t seen nothing yet!"

Góður vinur minn var að koma heim frá Flórída.

Hann sagði mér að þar á bæ hefðu menn áhyggjur af efnahagslífinu.  Atvinnuleysi í fylkinu er í kringum 10% og samdráttur í efnahagslífinu hefur valdið fólki og fyrirtækjum erfiðleikum.

Stjórnvöld í Flórída hafa brugðist við þessum aðstæðum með því að leita allra leiða til þess að örva atvinnulífið, svo skapa megi störf, auka verðmætasköpun og þar með skatttekjur.  Þar beita menn skattkerfinu miskunnarlaust til þess að fá hjól atvinnulífsins í gang á nýjan leik.  Þar er talað um að ráðast í skattalækkanir.  Skattaafslættir og aðrar skattaívilnanir eru í boði.  Allt er gert til að draga úr þeim álögum sem fyrir eru.

Hér á Íslandi er vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna við völd.

Sú ríkisstjórn fer aðrar leiðir. 

Hún ræðst í mestu skattahækkanir Íslandssögunnar og hótar því ganga lengra.

Og skilaboðin frá Steingrími J. Sigfússyni eru skýr:

,,You´ve ain´t seen nothing yet!"

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband