Mánudagur, 11. janúar 2010
Kosningabarátta ríkisstjórnarinnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna
Þjóðin hefur hagsmuni af því að lögin verði felld úr gildi.
Ríkisstjórnin hefur hagsmuni af því að lögin verði samþykkt.
Framganga ríkisstjórnarinnar síðustu daga ber þess merki að hún ætlar að beita öllum brögðum og freista þess að hræða þjóðina til fylgilags við Icesave-lögin og Icesave-samningana, enda lagði hún líf sitt að veði þegar hún barðist fyrir því að málið yrði samþykkt á Alþingi.
Það er viðbúið að í kosningabaráttunni sem framundan er muni ríkisstjórnin svífast einskis til þess að reyna að bjarga lífi sínu. Hún mun leggja allt stjórnkerfið undir í þeirri viðleitni, beita almenning gengdarlausum hræðsluáróðri og eyða fjármunum skattgreiðenda til þess að afla skoðunum sínum fylgis.
Og hver veit nema Hollendingar og Bretar og jafnvel Evrópusambandið leggi ríkisstjórninni lið sitt í kosningabaráttunni.
Fengnir verða erlendir aðilar til þess að lýsa því opinberlega yfir að þjóðin verði að sætta sig við afarkosti ríkisstjórnarinnar, Breta og Hollendinga.
Á sama tíma mun ríkisstjórnin skella skollaeyrum við og afþakka röksemdir þeirra sem taka undir málstað þjóðarinnar.
Það gerði Steingrímur J. Sigfússon í fréttum sjónvarps í gær og á forsíðu Morgunblaðsins í morgun og vildi ekki heyra minnst á þá skoðun Alain Lipietz, þingmanns á Evrópuþinginu, að kröfur Hollendinga og Breta á hendur Íslendingum væru byggðar á sandi. Þjóðirnar beiti okkur Íslendinga fjárkúgun vegna skuldbindinga sem þeir sjálfir eigi að bera ábyrgð á og að farsælast sé að leiða Icesave-deiluna til lykta fyrir dómstólum.
Er nema furða að fólki fallist hendur og velti því fyrir sér hverra hagsmuna íslenski fjármálaráðherrann er gæta með framgöngu sinni?
Við þekkjum mörg dæmi úr sögunni um að ríkisstjórnir grípi til þess ráðs að hefta tjáningarfrelsið og stöðva upplýsingagjöf til almennings þegar þær eru komnar í standandi vandræði.
Reyndar er óþekkt að til slíkra aðgerða sér gripið af hálfu ríkisstjórna í hinum vestræna og siðaða heimi, en alþekkt í öðrum heimshlutum sem lýðræðisríki þess vestræna hafa fram til þessa alls ekki viljað bera sig saman við.
En hvað er að gerast á Íslandi?
Mér finnst ástæða til að vekja sérstaklega athygli á einu.
Íslenskir fjölmiðlar gerðu afar lítið úr því að hinn 29. desember 2009, degi áður en Icesave-frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi, lét forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, stöðva upplýsingagjöf frá breskri lögmannsstofu til Alþingis, en lögmannsstofan hafði undir höndum gögn sem vörðuðu Icesave-málið sem hún taldi mikilvægt að Alþingismenn kynntu sér áður en þeir tækju afstöðu til frumvarpsins í atkvæðagreiðslu.
Þessi gögn voru óþægileg fyrir ríkisstjórnina og komu sér illa fyrir hana í þeirri viðleitni að reyna að þrýsta málinu í gegnum Alþingi.
Og forseti Alþingis brást hvorki yfirboðurum sínum, Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, né brást hún röngum málstað, og afþakkaði slíkar sendingar og reyndi að koma í veg fyrir að upplýsingarnar kæmu fyrir augu Alþingismanna.
Nú berast fréttir af því að ríkisstjórnin hafi uppi hugmyndir um að loka þinginu og senda þingmenn heim þar til þjóðaratkvæðagreiðslan er afstaðin.
Hrindi ríkisstjórnin þessum hugmyndum sínum í framkvæmd væri hún ekki einungis að ýta til hliðar öllum aðgerðum til hjálpar heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.
Hún væri ekki síður að skerða tjáningarfrelsið og stöðva lýðræðislega umræðu á Alþingi um mál sem eru henni ekki þóknanleg, reyna að koma sér undan gagnrýni og því að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands standi reikningskil gerða sinna.
Ég fullyrði að slík framganga ríkisstjórnar yrði ekki liðin í nokkru vestrænu ríki þessa heims við þessar aðstæður.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.