Mánudagur, 4. janúar 2010
,,Gjör rétt - þol ei órétt"
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, reyndi að gera lítið úr söfnuninni í fréttum Ríkisútvarpsins í gær og það sama gerði Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á vef sínum.
x x x
Vandi þeirra sem reyna að gera undirskriftarsöfnun Indefence ótrúverðuga er sá að forsvarsmenn hennar hafa fengið óháðan aðila, Lánstraust, til þess að samkeyra söfnunarlistann við þjóðskrá. Jafnframt hefur komið fram að forsvarsmenn söfnunarinnar fylgjast með IP-tölum svo forðast megi að fjöldi undirskrifta komi úr sömu tölvunni.
Þar fyrir utan segir það sig sjálft að það er ómögulegt fyrir Indefence-hópinn eða aðra aðila í þjóðfélaginu að stjórna um 60.000 Íslendingum eins og strengjabrúðum.
Þar við bætist að það er auðvitað afar ósanngjarnt gagnvart öllu því fólki sem þátt hefur tekið í undirskriftarsöfnuninni að halda því fram að undirskriftir þeirra séu með einhverjum hætti ómarktækar. Í gegnum slíkar tilraunir er auðvelt að sjá.
x x x
Ég minnist þess ekki að reynt hafi verið að gera þá undirskriftarsöfnun sem efnt var til árið 2004 og leiddi til þess að forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar.
Þá gerðu þeir aðilar sem nú fara mikinn gegn undirskriftarsöfnun Indefence engar tilraunir til þess að gera undirskriftarsöfnunina gegn fjölmiðlalögunum tortryggilega, heldur hrósuðu þeir henni í hástert og beittu henni óspart í þágu eigin málstaðar.
Ekki minnist ég þess að sú undirskriftarsöfnun hafi verið samkeyrð við þjóðskrá líkt og gert hefur verið í tilviki Indefence.
x x x
Ég hef líka tekið eftir því hversu mikið það fer í taugarnar á ýmsum að fjölmiðlar skuli nú fjalla um undirskriftarsöfnun Indefence og telja að sú umfjöllun hafi leitt til þess að fleiri hafi skráð sig vegna hennar en ella hefði orðið.
Egill Helgason er einn þeirra sem finnst undirskriftarsöfnunin furðuleg. Í pistli frá 2. janúar segir Egill:
,,En ég held hins vegar að vöxturinn sem hefur hlaupið í þessa söfnun síðustu daga standist ekki. Fjölmiðlarnir hafa undanfarna daga linnulaust verið að birta tölur yfir mikla fjölgun undirskrifta. En, þetta er of mikið, á of stuttum tíma."
Ég man vel hvernig fjölmiðlar fjölluðu um undirskriftarsöfnunina árið 2004 þar sem skorað var á forseta Íslands að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar.
Ég fullyrði að þá gengu fjölmiðlar, einkum þeir sem beina hagsmuni höfðu af því að forsetinn synjaði lögunum, afar langt í því að auglýsa undirskriftarsöfnunina og fluttu linnulaust af henni fréttir í þeim tilgangi að sem flestir legðu henni lið.
Blaðamannafélag Íslands fór hamförum í tengslum við hana og félagsmenn þar á bæ fengu kollega sína hjá Alþjóðasambandi blaðamanna til þess að styðja sig í baráttunni með því að álykta gegn lögunum.
Sá áróður allur skilaði forsvarsmönnum undirskriftarsöfnunarinnar um 32.000 undirskriftum.
Flestir fjölmiðlar þögðu hins vegar þunnu hljóði framan af um undirskriftarsöfnun Indefence.
Það var ekki fyrr en að fjöldi undirskrifta til forseta vegna Indefence-málsins var orðinn svo mikill, og miklu fleiri en í fjölmiðlamálinu og EES-málinu og fleiri en skrifuðu undir ,,Varið land" árið 1974, að fjölmiðlar gátu ekki þagað lengur um undirskrifarsöfnunina.
x x x
Í þessu samhengi er ástæða til þess að rifja upp með hvaða hætti var staðið að undirskriftarsöfnuninni vegna fjölmiðlafrumvarpsins.
Þá sendi formaður Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, frá sér mikla og stóryrta hvatningu í tölvubréfi, sem sagt var frá þann 15. maí 2004, en var eftirfarandi:
"Félagar. Stundum er nóg komið. Nú er sú stund.
Aðför stjórnvalda að starfsöryggi og starfsheiðri okkar sem vinnum hjá Norðurljósum náði hámarki í lagafrumvarpi forsætisráðherra á dögunum. Umræðan síðustu vikur hefur verið á mörkum hins vitræna. Við höfum horft upp á þingmenn fara hamförum með blöð og greinar; grenjandi í ræðustól um að hitt og þetta verði að stöðva. Svo ofsafengin framganga, svo einstrengingsleg afstaða, svo blind heift hefur lamandi áhrif á þann sem fyrir verður. Slík eru áhrif sálfræðihernaðar; hann heggur að vilja andstæðingsins til að svara fyrir sig. Gerir óvininn óvirkan áður en til orrustu kemur. Nú reynir á okkur að rísa til varnar.
Að óbreyttu verður fantafrumvarpið að lögum eftir helgi. Afleiðingarnar fyrir störf okkar og afkomu eru óljósar. Við höfum eitt hálmstrá. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í kosningabaráttunni 1996 að hefði hann verið forseti þegar rúmlega 30.000 manns skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur til að undirrita ekki EES-samninginn, þá hefði hann orðið við því og neitað að staðfesta lögin.
Tökum nú á öll sem eitt og söfnum 35.000 undirskriftum yfir helgina á askrift.is. Við höfum tíma á meðan stjórnarandstaðan heldur uppi málþófi. Sendið tölvupóst á ALLA sem þið þekkið, hringið í fjarskylda ættingja úti á landi sem þið hafið ekki heyrt í í sjö ár. Nú er tíminn til endurnýja kynnin.
Fáið fólk til að skrifa nafn og kennitölu á askorun.is Sé fólk fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt til að skrifa undir sem persónulegan greiða við ykkur.
Mætið í vinnuna á morgun og á sunnudag eða sitjið við tölvuna heima við, hringið, djöflist, látið öllum illum látum, söfnum þessum undirskriftum, fáum þessum ólögum hrundið, kaupum tíma til að fá þau í það minnsta milduð í haust. Nú reynir á. Gjör rétt - þol ei órétt.
Róbert Marshall."
x x x
Þetta tölvubréf Róberts Marshall, núverandi þingmanns Samfylkingarinnar, er upplýsandi um margt, svo sem um málþóf á Alþingi.
Því skal ekki á móti mælt að í fjölmiðlamálinu árið 2004 var tekist á um mikla hagsmuni.
Icesave-málið varðar miklu meiri þjóðarhagsmuni.
Sé það rétt sem Róbert Marshall fullyrðir í tölvubréfi sínu árið 2004, að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði sagt í kosningabaráttunni árið 1996, að hefði hann verið forseti þegar rúmlega 30.000 manns skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur til að undirrita ekki EES-samninginn, sem er milliríkjasamningur, þá hefði hann orðið við því og neitað að staðfesta lögin, þá hefur forseti Íslands einungis einn kost í Icesave-málinu.
Hann er sá að synja lögunum staðfestingar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.