Minnihlutastjórnin og verkefnaskráin

rikisstjorn_feb091 Ţađ verđur seint sagt ađ ferskir vindar blási um nýja ríkisstjórn Íslands sem kynnt var í dag.  Í ljósi ţeirrar hávćru kröfu sem uppi hefur veriđ í samfélaginu um endurnýjun í stjórnkerfinu höfđu margir reiknađ međ ţví ađ forsvarsmenn Samfylkingar og Vinstri grćnna myndu skipa framtíđarfólkinu sínu í einhverja af ráđherrastólum minnihlutastjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur.  Sú varđ hins vegar ekki raunin.  Ríkisstjórnin er ađ uppistöđu til skipuđ fulltrúum gamalla tíma, ađ undanskilinni Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráđherra.

Ţađ vekur auđvitađ athygli ađ Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, sérstakur fulltrúi endurnýjunar á Íslandi og formađur Framsóknarflokksins, skuli láta ţađ verđa sitt fyrsta verk ađ leiđa fulltrúa gamla tímans til valda eins og nú er orđin raunin.

Ţađ vekur ekki síđur athygli ađ leiđtogar stjórnarflokkanna skyldu hafa leitađ til tveggja einstaklinga utan Alţingis til ţess ađ taka sćti í ríkisstjórninni, ţeirra Gylfa Magnússonar, dósents, í embćtti viđskiptaráđherra, og Rögnu Árnadóttur, setts ráđuneytisstjóra og skrifstofustjóra, í embćtti dóms og kirkjumálaráđherra.  Ţađ hlýtur ađ vera til marks um ţađ ađ leiđtogar stjórnarflokkanna treystu ekki félögum sínum í ţingflokkunum til ţess ađ sinna ţeim krefjandi verkefnum sem hinum nýju ráđherrum hefur veriđ faliđ.

Vandi Gylfa Magnússonar og Rögnu Árnadóttur er auđvitađ sá ađ hvorugt ţeirra hefur hlotiđ kosningu á vettvangi stjórnmálanna og ţví skortir ţau umbođ kjósenda til ţeirra starfa sem ţau hafa nú tekiđ ađ sér ađ gegna.

Skipan Gylfa í embćtti viđskiptaráđherra hafđi átt nokkurn ađdraganda.  Skipan Rögnu Árnadóttur kom hins vegar verulega á óvart, ekki síst vegna ţess ađ hún hefur um nokkurt skeiđ starfađ sem ráđuneytisstjóri í dómsmálaráđuneytinu og ţar međ veriđ nánasti samstarfsmađur Björns Bjarnasonar, fráfarandi dómsmálaráđherra, sem ekki hefur veriđ efstur á vinsćldalistum ţeirra sem nú hafa tekiđ sćti í ríkisstjórn.

Rögnu Árnadóttur ţekki ég ágćtlega og hef átt međ henni gott samstarf.  Ég er ekki í vafa um ađ í henni er mikill fengur fyrir hina nýju minnihlutastjórn.  Hins vegar verđur fróđlegt ađ sjá hvort nýr dómsmálaráđherra heldur áfram á sömu braut og fyrirrennari hennar eđa hvort breyttar áherslur muni einkenna ráđherraferil hennar.

Um leiđ og ég óska Jóhönnu Sigurđardóttur til hamingju međ ađ vera fyrsta konan til ţess ađ gegna embćtti forsćtisráđherra á Íslandi, hlýt ég ađ lýsa miklum vonbrigđum mínum međ ţá verkefnaskrá sem minnihlutastjórnin kynnti á Hótel Borg.

Ţađ veldur auđvitađ vonbrigđum ađ vikulöng fundalota forystumanna stjórnarflokkanna, sem í fjölmiđlum var sögđ ganga eins og í sögu, hafi afurđin ekki veriđ merkilegri en raun ber vitni.  Verkefnaskrá ţessarar ríkisstjórnar er svo rýr í rođinu ađ leita ţarf langt aftur í stjórnmálasöguna  til ţess ađ finna henni hliđstćđu.  Verkefnaskráin er í heild svo almennt orđuđ ađ erfitt er ađ festa hendur á hver stefna nýrrar ríkisstjórnar er í mörgum af mikilvćgustu málaflokkum.

Í verkefnaskrá minnihlutastjórnarinnar segir;

  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í gjaldmiđilsmálum.
  • Ekkert um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna deilunnar viđ bresk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninganna, ţrátt fyrir ađ yfir íslenska ríkinu vofi krafa ađ fjárhćđ 700 milljörđum íslenskra króna.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í landbúnađarmálum.
  • Ekkert um stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum, annađ en ţađ ađ Evrópunefnd skili skýrslu fyrir 15. apríl nćstkomandi.

Nefna mćtti fleiri málaflokka ţar sem hin nýja ríkisstjórn skilar auđu og hefur enga yfirlýsta stefnu.  Ţađ dylst engum ađ ţessi verkefnaskrá er ekki gćfulegt veganesti fyrir Jóhönnu Sigurđardóttur og félaga.

Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum vekur auđvitađ sérstaka athygli ekki síst í ljósi ţess ađ í ríkisstjórnarsamstarfi okkar sjálfstćđismanna og Samfylkingarinnar lagđi Samfylkingin ofuráherslu á Evrópumálin.  Svo langt var gengiđ ađ formađur flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lýsti ţví yfir ađ breytti Sjálfstćđisflokkurinn ekki stefnu sinni í Evrópumálum vćri ţví ríkisstjórnarsamstarfi sjálfhćtt.

En nú virđast Evrópumálin hafa gufađ upp í hugum Samfylkingarfólks og veriđ tekin af dagskrá.

Einu atriđi í ţessari verkefnaskrá vil ég ţó fagna sérstaklega.  Verkefnaskráin ber ţađ nefnilega međ sér ađ Vinstri grćnir hafi kúvent stefnu sinni í stóriđjumálum.  Í verkefnaskránni segir ađ engin ný áform um álver verđi á dagskrá ríkisstjórnarinnar.  Ţá yfirlýsingu er ekki hćgt ađ skilja öđruvísi en svo ađ ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna muni halda áfram vinnu viđ ţau verkefni sem ţegar eru áformuđ og varđa uppbyggingu stóriđju í Helguvík og á Bakka viđ Húsavík.  Í ţví felast auđvitađ mikil tíđindi ţegar hafđar eru í huga fyrri yfirlýsingar forystumanna Vinstri grćnna um ţessar framkvćmdir.

Ađ öđru leyti sýnir verkefnaskrá hinar nýju ríkisstjórnar svart á hvítu ađ núverandi stjórnarflokkar hafa í raun ekki getađ komiđ sér saman um neitt annađ en völd.

Sú stađreynd er auđvitađ afleit viđ ţćr ađstćđur sem uppi eru í íslensku samfélagi.

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Sigurđur

ég verđ bara ađ seigja ađ ţađ er kominn tími til breytinga á ţessum stjórnvöldum hér og hef ég allavega smá trú á ađ komandi ríkisstjórn geri eitthvađ til ađ vernda fólkiđ í landinu og fyrirtćkinn ólíkt ţvi sem sjálfstćđisflokkur hefur gert í ţessi 17 ár sem ţeir hafa veriđ viđ völd ţá hefur minnst veriđ hugsađ um heimilinn og hinn almenaborgara annađ en ađ auka allar álögur á okkur ţar sem eitthvađ er komiđ á hvort sem ţađ er til bráđabirgđa eđa ekki er ţađ ekki tekiđ af aftur ef viđ tökum td kílóagjald á bifreiđar sem átti ađ vera til bráđabirgđar og er ekki fariđ af enn heldur er ţađ bara hćkkađ, og allir hinir ţessir littlu skattar sem eru út um allt sem gera ekki annađ en ađ hćkka og ţar međ ađ hćkka vöruverđ og útgjöld heimila hér á landi, ţessi málaflokkur hefur veriđ ţađ sem enginn stjórnmála flokkur hefur viljađ taka á eđa breyta, ef viđ tökum til dćmis starfsloka samninga sem eru gerđir hjá hinum og ţessum toppum í ríkisfyrirtćkjum af hverju eru ţeir ekki bara eins og hinir launţegar hjá ríkinu, hver er munurinn á forstjóra og vekamanni ţađ er ekki ábbyrgđ ţar sem hún hefur og verđur aldrei til stađar.

svo er annađ sem ţarf ađ gera ađ ţađ er ađ hagrćđa og auka afköst í öllum ríkisrekstri ţar sem framleiđni hjá hinu obenbera er ekki eins og hún ćtti ađ vera starfsmenn eru illa nýttir og skila ekki sínu međ afköstum ţađ er mín reynsla og ţekking af ţví sem ég hef kynnst í gegnum tíđana. 

kv....Birgir ţór

Birgir Ţór Kristinsson (IP-tala skráđ) 2.2.2009 kl. 02:14

2 identicon

ţađ ađ leita til tveggja einstaklinga utan alţingis ţarf ekki ađ ţíđa ađ ţau treisti ekki eigin fólki heldur ađ ţau vilji fá hćfasta fólkiđ í stöđurnar.fagmenska í stađin fyrir framapot.

stuttur verkefna listi nýu ríkistjórnarinar gćti kanski stafađ af ţví ađ ţessi stjórn á ekki ađ starfa leingi. nýa ríkisstjórnin ţarf ekki ađ gera vođalga mikiđ til ađ toppa fráfarandi stjórn.

ţađ sem ísland ţarfnast núna er alger hreingernig í stjórnkerfinu ţetta er lítiđ skref i rétta átt, skulum sjá hvort ţau standi viđ stóru orđin, svo getur almenningur sagt sína skođun í kosningunum.

Bjöggi (IP-tala skráđ) 2.2.2009 kl. 03:49

3 Smámynd: Ragnar Ţór Ingólfsson

 Stóra stefnumál nýrrar stjórnar er ađ slá skjaldborg um heimilin og mynda einhverskonar vinnufriđ fram ađ kosningum sem verđa í maí.

Telur ţú einhverja skynsemi í ţví ađ mynda stefnuskrá í öllum ţeim málaflokkum sem ţú nefnir fram ađ ţví.

Ţađ ćtlast fáir til ţess ađ nýja Ríkisstjórnin fari umhverfis jörđina á 80 dögum.

Ţađ vonast hinsvegar flestir ađ Ríkisstjórnin taki á nokkrum ţeim réttlćtismálum sem forverar hennar voru vanhćfir til. 

Ţó viđ séum samflokkađir sauđir ţá get ég ekki tekiđ undir ţađ sem ţú skrifar.

Ragnar Ţór Ingólfsson, 2.2.2009 kl. 12:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband