Fanney Birna nýr formađur Heimdallar

Í gćrkveldi fór ég á fjölmennan og vel heppnađan ađalfund Heimdallar, félags ungra sjálfstćđismanna í Reykjavík.

Á ađalfundinum var samţykkt kraftmikil ályktun félagsins ţar sem félagsmenn létu í ljós skođun sína til ýmissa ţjóđţrifamála í samfélaginu.

Jafnframt ţví var kjörin ný stjórn félagsins sem skipuđ er glćsilegu ungu fólki sem vonandi á eftir ađ láta mikiđ ađ sér kveđa í starfi Sjálfstćđisflokksins.  Ekki síst bind ég ţar miklar vonir viđ nýjan formann félagsins, Fanney Birnu Jónsdóttur, sem hlaut rússneska kosningu, enda ein í frambođi.

Fanney Birnu ţekki ég vel af hennar störfum fyrir hönd Sjálfstćđisflokksins, en hún hefur einnig sinnt trúnađarstörfum fyrir Orator, félag laganema viđ Háskóla Íslands, međal annars sem formađur félagsins.

Ég er ekki í nokkrum vafa um ađ Fanney Birna á eftir ađ vera glćsilegur fulltrúi ungra sjálfstćđismanna í Reykjavík enda afar frambćrileg ung kona ţar á ferđ.

Um leiđ og ég óska henni og nýrri stjórn til hamingju međ kjöriđ vil ég ţakka fráfarandi formanni, Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, og félögum hennar í stjórn félagsins fyrir störf sín í ţágu félagsins.

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snćbjörnsson

Viđ skulum vona ađ hún sé mannelsk

Jón Snćbjörnsson, 12.9.2008 kl. 14:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband