Kviðdómur Samfylkingarinnar

Sú hugmynd, að nokkrir fyrrverandi ráðherrar mæti eins og sakborningar, verji sig og útskýri mál sitt fyrir framan kviðdóm, sem skipaður er þingflokki Samfylkingarinnar, sem síðan ákveður hvort þeir séu sakamenn og lögbrjótar eða ekki, er fráleit.

Hún sýnir fyrst og fremst í hvers konar ógöngur þingflokkur Samfylkingarinnar er kominn í Landsdómsmálinu.

Varaformaður þingflokksins, Skúli Helgason, lét hafa sig út í að halda því fram í fjölmiðlum í dag að þetta sé liður í þeirri faglegu umfjöllun sem þingflokkur Samfylkingarinnar vilji bjóða upp á!

Öllu má nú nafn gefa!

Ég spyr:

Hefðu hinir faglegu þingmenn Samfylkingarinnar ekki átt að fá þessa hugdettu fyrr?

Hefði til dæmis ekki verið faglegra ef fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni hefðu kallað ráðherrana fyrrverandi fyrir nefndina og leyft þeim að verja sig og útskýra mál sitt áður en þeir ákváðu að leggja það til við Alþingi að ráðherrarnir yrðu ákærðir og þess krafist að þeir yrðu látnir sæta fangelsisrefsingu?

Eða er kannski faglegra að skjóta fyrst, og spyrja svo?

Getur kannski verið að farnar séu að renna tvær grímur á einhverja?

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband