Jóhanna krafđist skattalćkkana á bensín áriđ 2006

Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, skrifađi harđorđan pistil á heimasíđu Samfylkingarinnar hinn 4. maí 2006.

Ţar barđist hún eins og ljón fyrir ţví ađ skattar á bensín yrđu lćkkađir strax, enda stefndi í mikiđ óefni.  Bensínlíterinn gćti fariđ í 150 krónur og viđ ţví yrđi ađ bregđast fyrir heimilin í landinu.

Pistillinn er holl lesning, ekki síst fyrir núverandi forsćtisráđherra, Jóhönnu Sigurđardóttur, og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráđherra, nú ţegar verđ á bensínlítranum stefnir í 230 krónur, en eins og kunnugt er hafa ţau ekki uppi nein áform um ađ lćkka skatta á bensíni og díselolíu, heldur ćtlar Steingrímur ađ láta viđ ţađ sitja ađ skipa nefnd.

Pistill Jóhönnu frá árinu 2006 var svohljóđandi (undirstrikanir eru mínar):

,,Lćkkum strax bensínverđ

Fjármálaráđherra hefur lagt til á Alţingi ađ tímabundin lćkkun á dísilolíu um 4 kr. til ađ bregđast viđ óhagstćđri ţróun á heimsmarkađsverđi á dísílolíu verđi framlengd til áramóta.

Óskiljanlegt er af hverju ráđherrann leggur ekki til tímabundna lćkkun á bensíni einnig, sem myndi hafa áhrif til ađ slá á verđbóluna.  Ef vörugjald af bensíni yrđi lćkkađ tímabundiđ til n.k. áramóta um 7-8 kr. ţá hefđi ţađ 0,4% áhrif til lćkkunar á vísitölunni.  Jafnframt myndi ţađ lćkka útfjöld heimilanna vegna bensínkostnađar um 750 milljónir króna.  Ţrátt fyrir slíka lćkkun myndi ríkissjóđur engu ađ síđur auka tekjur sínar af bensíni um 500 milljónir m.v. ţađ sem áćtlađ var í fjárlögum ţessa árs.  Vćntanlega mun ríkissjóđur hagnast enn meira á bensínokrinu og hefur t.d. framkvćmdastjóri FÍB nefnt ađ hugsanlega gćti bensínlítrinn fariđ í 150 kr.  Ţingmenn Samfylkingarinnar munu á Alţingi leggja fram breytingartillögu viđ frumvarp fjármálaráđherra ţessa efnis, ţannig ađ ţingheimur mun ţurfa ađ taka afstöđu til bensínlćkkunar á yfirstandandi ţingi.

Útgjaldaauki 40.000 á hvern fjölskyldubíl

Ef samstađa nćđist á Alţingi um ađ fara ţá leiđ sem Samfylkingin leggur til ţannig ađ bensínlítrinn lćkkađi um 7-8 kr. ţá er bensínlítrinn nú milli 14-15 krónur yfir međalverđi á liđnu ári.  Bensínlítrinn hér á landi er međ ţví hćsta í heimi og er skýringin á ţví ofurskattar ríkisins á bensíni sem hirđir meira en 60% af útsöluverđi bensíns í ríkissjóđ.  Skattar ríkissjóđs af bílum og umferđ voru áćtlađir um 40 milljarđar á s.l. ári en fór í 47 milljarđa m.a. vegna gífurlegra hćkkana á eldsneyti.  M.v. bensínverđ í dag ţá hćkka útgjöld vegna međal fjölskyldubíls yfir eitt ár um 40.000 og ţarf ađ auka vinnutekjur um ca 64 ţúsund krónur yfir áriđ til ađ standa undir hćkkuninni einni og sér.

Blóđmjólkađir bifreiđaeigendur

Í ţví verđbólguskeiđi sem nú gengur yfir, sem m.a. hćkkar skuldir og afborganir og rýrir verulega kjör heimilanna er auđvitađ einbođiđ ađ fara ţá leiđ ađ lćkka tímabundiđ skatta á bensín.  Ekki síst er ţađ nauđsynlegt ţví ţađ myndi hjálpa verulega til ađ draga úr verđbólgunni og skila sér í bćttri afkomu heimila og fyrirtćkja.  Ţessi leiđ var einmitt valin af ríkisstjórninni áriđ 2002 međ ţeim rökstuđningi ađ áhrif hćkkunar á bensínverđi vćru umtalsverđ og gćtu stofnađ verđlagsmarkmiđum kjarasamninga í hćttu.  Hafi ţessi rök átt viđ ţá eiga ţau ekki síđur viđ nú áriđ 2006, ţegar bensínhćkkanir eru enn meiri en ţćr voru áriđ 2002 og engin sér nú fyrir endann á ţeirri verđhćkkunarhrinu, sem m.a. gćtu stofnađ kjarasamningum í hćttu síđar á árinu líkt og gerđist áriđ 2002.  Skattaokrinu á eldsneyti verđur ađ linna.  Ríkissjóđur getur ekki endalaust blóđmjólkađ bifreiđaeigendur."

Svo mörg voru ţau orđ.

Hafi ţau átt viđ áriđ 2006 eiga ţau enn frekar viđ í dag.

Nú er Jóhanna Sigurđardóttir í kjörstöđu til ţess ađ standa viđ stóru orđin.

Spurningin er bara ţessi:  Skipti hún um skođun viđ ţađ ađ verđa forsćtisráđherra?

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband